languagesoftware.net - which is the best language course or software - compare

Learn French with Frantastique

Um höfundinn

A photo of Simon Ager, author of Omniglot, taken on Roman Camp in Bangor on 19th March 2017

Ég heiti Simon Ager og bý í Bangor í Wales. Ég hef lifibrauð mitt af þessu vefsetri. Ég er fæddur og uppalinn í Lancashire á Norðvestur Englandi en hef búið, starfað og/eða verið í námi í Skotlandi, Frakklandi, Japan, á Írlandi og Tævan.

Tungumál hafa verið mér hugleikin síðan ég man eftir mér og ég hef numið nokkur þeirra til mismikillar hlítar: Mandarínkínversku, frönsku, velsku og írsku kann ég nokkurn veginn reiprennandi. Ég bjarga mér á þýsku, spænsku, japönsku, skoskri gelísku og manx. Ég les og skil töluvert í ítölsku, portúgölsku og esperantó og hef grunnþekkingu á tékknesku, rússnesku, bretónsku, tævönsku, kantonsku og bresku táknmáli (BSL).

Nánar um tungumálaævintýri mitt..

Næst tungumálum er tónlist aðalástríða mín - ég syng með nokkrum hljómsveitum, sem lög, leik á ýmis hljóðfæri og fer oft á tónleika. Ég hef einnig gaman af að lesa, fara á skauta, hjóla, þar með talið á einhjóli, og iðka sirkuslistir. Raunar hef ég áhuga á nánast öllu.

Vel á minnst, ef þú hefur velt fyrir þér hvernig eftirnafn mitt, Ager, sé borið fram þá er það /'eɪgə/. Það er að líkindum dregið af saxneska nafninu Ēadgār sem er Játgeir á íslensku og Játgeirr á norrænu. "Ēad" er raunar sama orð og auður og merkir ríkidæmi. "Gār" er geir í merkingunni spjót. Ætti því kannski að þýða Auðgeir.

Það er hægt að styrkja Omniglot gegnum PayPal:

Donations can be made in UK pounds

or in US dollars

Einnig má styðja vefsetrið á ýmsa aðra vegu..

Translated into Icelandic by Stefan Steinsson

Information about Icelandic | Phrases | Kinship terms | Tongue twisters | Tower of Babel | Learning materials

About me in other languages

About this site | Omniglot - a potted history | About me | My language learning adventures | My singing adventures | My songs | My tunes | My musical adventures | My juggling adventures


Cheap Web Hosting